Ferill 457. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 729  —  457. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um rétt manna til að kalla sig viðskiptafræðinga.

Frá Drífu J. Sigfúsdóttur.



     1.      Telur ráðherra einhverja meinbugi á því að nemendur sem útskrifast með BS-próf frá viðskiptadeildum Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Akureyri og frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst fái að kalla sig viðskiptafræðinga?
     2.      Hverjir skipa nefnd skv. 3. mgr. 2. gr. laga nr. 27/1981 og eftir hvað meginreglu starfar hún?
     3.      Telur ráðherra koma til greina að breyta lögum nr. 27/1981 þannig að nemendur með BS-próf úr áðurgreindum skólum fái að kalla sig viðskiptafræðinga eins og nemendur með sambærileg próf frá Háskóla Íslands?