Ferill 473. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 755  —  473. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um umönnunargreiðslur vegna hjartveikra barna.

Frá Ástu R. Jóhannesdóttur.



     1.      Framfærendur hversu margra hjartveikra barna hafa fengið greiðslur skv. 1. flokki umönnunargreiðslna samkvæmt lögum um félagslega aðstoð, nr. 118/1993?
     2.      Hyggst ráðherra bregðast við áliti umboðsmanns Alþingis frá 1998 vegna kvörtunar Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna, um að reglugerðarákvæði þrengi réttindi til umönnunargreiðslna samkvæmt lögunum?