Ferill 506. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 793  —  506. mál.




Fyrirspurn


til umhverfisráðherra um frest til að úrskurða um mat á umhverfisáhrifum.

Frá Þuríði Backman.


     1.      Hversu oft og hve lengi á árinu 2000 dróst hjá ráðherra að kveða upp úrskurð skv. 3. mgr. 14. gr. eldri laga um mat á umhverfisáhrifum, nr. 63/1993, og skv. 2. mgr. 13. gr. núgildandi laga, nr. 106/2000?
     2.      Telur ráðherra ásættanlegt að vikið sé frá fresti 2. mgr. 13. gr. laga nr. 106/2000, um mat á umhverfisáhrifum, og er það að dómi ráðherra í anda góðra stjórnsýsluhátta?
     3.      Telur ráðherra að slíkar tafir gætu orðið til þess að horft yrði fram hjá kæru og framkvæmdir hafnar áður en úrskurður er kveðinn upp?
     4.      Telur ráðherra að þessar tafir geti haft óæskilegar afleiðingar í för með sér fyrir ráðuneytið, svo sem málsókn?


Skriflegt svar óskast.