Ferill 385. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 838  —  385. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Guðrúnar Ögmundsdóttur um tekjur og gjöld ríkisins af íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi.

     1.      Hverjar eru áætlaðar tekjur ríkissjóðs á árunum 1999–2000 af gjöldum, svo sem tollum og virðisaukaskatti, af íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi í landinu?
1.1 Virðisaukaskattur.
    Samkvæmt 5. tölul. 3. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, er íþróttastarfsemi undanþegin virðisaukaskatti. Nánar tiltekið segir í ákvæðinu að undanþegin virðisaukaskatti sé „íþróttastarfsemi, svo og leiga á aðstöðu til íþróttastarfsemi, aðgangseyrir að sundstöðum, skíðalyftum, íþróttamótum, íþróttasýningum og heilsuræktarstofum.“ Samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra má einnig ætla að verulegur hluti æskulýðs- og tómstundastarfsemi sé undanþegin virðisaukaskatti sem liður í félagslegri þjónustu, sbr. 2. tölul. 3. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. Starfsemi sumarbúða fyrir börn er dæmi um hið síðarnefnda.
    Íþrótta- og tómstundastarfsemi fellur utan skattskyldusviðs virðisaukaskattslaga. Mörg íþrótta- og tómstundafélög stunda hins vegar talsverða virðisaukaskattskylda starfsemi sem fellur utan hinnar eiginlegu íþróttastarfsemi, svo sem rekstur veitingasölu, sölu auglýsinga á búninga, keppnisvelli og í leikskrár, flugeldasölu og sölu jólatrjáa, sbr. eftirfarandi töflu frá embætti ríkisskattstjóra.

Virðisaukaskattskyld starfsemi íþrótta- og tómstundafélaga, þús. kr.

Atvinnugrein

Fjöldi


Ár

S-24,5%

S-14%
Undanþegin velta Heildar velta Útskattur Innskattur
Álagning
92.61 44 1999 20.876 1.836 20.910 43.623 5.372 3.426 1.945
92.61 37 2000 15.402 2.426 15.668 33.496 4.113 3.611 502
92.62 685 1999 323.460 27.616 147.998 499.074 83.114 49.812 33.302
92.62 628 2000 288.628 18.584 172.831 480.044 73.316 42.022 31.294
92.72 175 1999 85.960 29.517 12.913 128.390 25.193 19.361 5.832
92.72 163 2000 94.765 29.186 7.493 131.444 27.303 19.708 7.595
Samtals 199 --> 430.296 58.969 181.821 671.087 113.678 72.599 41.079
Samtals 200 --> 398.796 50.196 195.992 644.984 104.732 65.341 39.392

Skýringar á töflu.
Atvinnugrein = Atvinnugrein samkvæmt atvinnugreinaflokkun ÍSAT 95
92.61 = Rekstur íþróttamannvirkja     92.62 = Önnur íþróttastarfsemi     
92.72 = Önnur ótalin tómstundastarfsemi     Fjöldi = Fjöldi aðila
S-24,5% = Skattskyld velta, 24,5 %     S-14% = Skattskyld velta, 14 %

    Samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra var álagning virðisaukaskatts, eftir atvinnugreinaflokkun ÍSAT 95, í atvinnugreinum 92.61, 92.62 og 92.72, fyrir árin 1999 og 2000, eins og fram kemur í töflunni. Athygli er vakin á því að álagning vegna síðustu tveggja mánaða ársins 2000 hefur enn ekki farið fram og ná upplýsingarnar því ekki til hinna óálögðu tímabila. Af tölunum má ráða að íþrótta- og tómstundafélög stundi virðisaukaskattskylda starfsemi í nokkrum mæli, eins og áður var nefnt.

1.2 Tollar.
    Í tollskrá 2001 ber kafli 95 heitið „Leikföng, leikspil og íþróttabúnaður; hlutar og fylgihlutir til þessara vara“. Í kafla 95 eru m.a. eftirfarandi undirflokkar:
9503    Önnur leikföng, smækkuð líkön og áþekk tómstundalíkön.
9504    Hlutir til samkvæmisleikja, borð- eða spilastofuleiktæki, pinnaborð, biljarðborð o.fl.
9505    Hlutir til skemmtana eða annars hátíðarhalds.
9506    Hlutir og búnaður til almennrar líkamsræktar, fimleika, frjálsra íþrótta, annarra íþrótta eða útileikja.
9507    Veiðistangir, önglar og annar búnaður til veiða á línu; fiskháfar, fiðrildaháfar og áþekk net; tálfuglar og áþekkur veiði- eða skotbúnaður.
9508    Hringekjur, rólur, skotbakkar og annar búnaður fyrir skemmtigarða.
    Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðhagsstofnun var heildarverðmæti (CIF-verð) innflutnings vara sem falla undir 95 kafla tollskrárinnar 1.289 millj. kr. árið 1999. Árið 2000 var samsvarandi heildarverðmæti vara sem falla undir 95 kafla tollskrárinnar 1.546 millj. kr.
    Þau gjöld sem eru lögð á vörur í kafla 95 geta verið tollur og virðisaukaskattur. Samkvæmt upplýsingum frá tollstjóranum í Reykjavík voru tollar og virðisaukaskattur af undirflokkum 9503, 9504, 9505, 9506, 9507 og 9508 eftirfarandi á árunum 1999–2000.

Tollar og virðisaukaskattur árið 1999, millj. kr.

Tollskrárflokkur Gjalda- eða tollategund Aðflutningsgjöld
9503 Tollur (0/10 %) 23
9503 VSK (24,5 %) 96
9504 Tollur (0/10 %) 14
9504 VSK (24,5 %) 49
9505 Tollur (0/10 %) 10
9505 VSK (24,5 %) 34
9506 Tollur (0/10 %) 18
9506 VSK (24,5 %) 92
9507 Tollur (0/10 %) 5
9507 VSK (24,5 %) 36
9508 Tollur (0/10 %) 0
9508 VSK (24,5 %) 0
Samtals 377

Tollar og virðisaukaskattur árið 2000, millj. kr.

Tollskrárflokkur Gjalda- eða tollategund Aðflutningsgjöld
9503 Tollur (0/10 %) 27
9503 VSK (24,5 %) 104
9504 Tollur (0/10 %) 15
9504 VSK (24,5 %) 67
9505 Tollur (0/10 %) 12
9505 VSK (24,5 %) 37
9506 Tollur (0/10 %) 22
9506 VSK (24,5 %) 110
9507 Tollur (0/10 %) 5
9507 VSK (24,5 %) 34
9508 Tollur (0/10 %) 0
9508 VSK (24,5 %) 0
Samtals 433


    Yfirlitið takmarkast við tekjur ríkissjóðs af tolli og þeim hluta virðisaukaskatts sem innheimtur er í tolli, þar sem ekki er unnt að reikna út með sæmilegri vissu tekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti sem lagður er á viðkomandi vörur á heildsölu- og smásölustigi.

1.3 Tekju- og eignarskattur.
    Æskulýðs-, íþrótta- og tómstundastarfsemi er undanþegin tekju- og eignarskatti, sbr. 6. mgr. 4. gr. laga nr. 75/1981, um tekju- og eignarskatt. Ákvæðið kveður á um að félög, sjóðir og stofnanir sem ekki stunda atvinnustarfsemi í hagnaðarskyni greiði hvorki tekjuskatt né eignarskatt. Þó er ekki alveg einhlítt að íþrótta- og tómstundastarfsemi sé undanþegin tekju- og eignaskatti þar sem íþrótta- og tómstundastarfsemi getur í einhverjum tilfellum falið í sér atvinnurekstur.
    Taflan hér á eftir er byggð á upplýsingum frá ríkisskattstjóra um skatta lögaðila af rekstri sem fellur undir fyrrgreinda flokka íslensku atvinnugreinaflokkunarinnar, ÍSAT 95, fyrir árin 1998 og 1999. Ekki er unnt að veita upplýsingar um skatta ársins 2000 þar sem álagningu vegna ársins 2000 er ólokið.

Skattar af íþrótta- og tómstundastarfsemi 1998 og 1999, þús. kr.


Atvinnugrein Ár Tekjuskattur Eignarskattur
92.61 1998 0 71
92.61 1999 104 111
92.62 1998 1.369 332
92.62 1999 4.664 1.253
92.72 1998 1.010 206
92.72 1999 2.054 635
Samtals 1998 2.379 609
Samtals 1999 6.822 1.999

Skýringar á töflu.
Atvinnugrein = Atvinnugrein samkvæmt atvinnugreinaflokkun ÍSAT 95
92.61 = Rekstur íþróttamannvirkja     
92.62 = Önnur íþróttastarfsemi
92.72 = Önnur ótalin tómstundastarfsemi
Taflan miðast við stöðu álagningar 20. febrúar 2001.
     2.      Hvaða tekjur aðrar fær ríkissjóður af þessari starfsemi?
    Ríkissjóður hefur óbeinar tekjur af íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi, eins og af margvíslegri annarri starfsemi í landinu. Nefna má tekjuskatt þeirra sem vinna við umrædda starfsemi. Laun starfsmanna íþróttafélaga , þ.m.t. leikmanna, eru eins og önnur laun tryggingargjaldsskyld, svo og reiknað endurgjald sjálfstætt starfandi manna er selja íþróttafélögum þjónustu sína.

     3.      Hver er sundurliðaður fjárhagslegur stuðningur ríkisins, þar með talið allra ráðuneyta, við starfsemina í ár og hver var hann síðastliðin fimm ár?

    Í fjárlögum taka fjárlagaliðir 02-988 og 02-989 til æskulýðsmála og ýmissa íþróttamála. Í eftirfarandi töflu er sundurliðaður fjárstuðningur ríkisins síðustu fimm ára vegna þessarra tveggja fjárlagaliða, auk slysatrygginga íþróttafélaga. Hér er um bein framlög að ræða. Ekki liggja fyrir sérgreindar tölur um fjárhagslegan stuðning ríkisins við tómstundastarfsemi. Samkvæmt ríkisreikningi hefur beinn fjárhagslegur stuðningur ríkisins til æskulýðsmála og íþróttamála síðustu fimm árin verið sem hér segir:

Stuðningur ríkisins samkvæmt ríkisreikningi, millj. kr.


Ár
Æskulýðsmál, fjárlagaliður 02-988 Ýmis íþróttamál, fjárlagaliður 02-989 Slysatryggingar
íþróttafélaga

Samtals
1995 33 86 37 156
1996 31 89 37 157
1997 34 126 39 199
1998 32 143 42 217
1999 44 161 45 247
2000 46 181 45 272


Stuðningur ríkisins á föstu verðlagi ársins 2000, millj. kr. 1


Ár
Æskulýðsmál, fjárlagaliður 02-988 Ýmis íþróttamál, fjárlagaliður 02-989 Slysatryggingar
íþróttafélaga

Samtals
1995 37 98 43 178
1996 34 100 41 175
1997 38 137 44 219
1998 35 155 45 235
1999 46 169 44 259
2000 46 181 45 272


    Fyrirvari er hafður á tölunum fyrir árið 2000 þar sem ekki er búið að endurskoða ríkisreikning fyrir það ár. Þess ber að geta að einnig er gert ráð fyrir framlagi til íþrótta- og tómstundamála í framlögum til grunn- og menntaskóla og nokkuð er um að íþrótta- og tómstundafélög hafi styttri eða lengri afnot af eignum ríkisins, húseignum o.fl. endurgjaldslaust. Þá er hér einnig ótalinn sá fjárhagslegi ávinningur sem íþróttahreyfingin nýtur samkvæmt einkaleyfi og skattaundanþágum í tengslum við lottóstarfsemi sína.
Neðanmálsgrein: 1
    1 Á mælikvarða neysluvöruverðs.