Ferill 559. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 865  —  559. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um stóriðju í Hvalfirði og aukna losun gróðurhúsalofttegunda.

Frá Jóhanni Ársælssyni og Þórunni Sveinbjarnardóttur.



     1.      Hve mikið mun losun gróðurhúsalofttegunda aukast við fyrirhugaða stækkun álvers Norðuráls í Hvalfirði?
     2.      Er þörf á mótvægisaðgerðum eða kaupum á mengunarkvóta af þeim sökum til að hægt sé að fylgja öðrum ríkjum í baráttunni við losun gróðurhúsalofttegunda?
     3.      Ætlar ráðherra að beita sér fyrir því að Norðuráli verði gert að bera kostnað af hugsanlegum mótvægisaðgerðum eða kaupum á mengunarkvóta náist alþjóðasamkomulag um tilteknar mótvægisaðgerðir og framseljanlega mengunarkvóta?