Ferill 561. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 867  —  561. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um vikurnám við Snæfellsjökul.

Frá Jóhanni Ársælssyni.



     1.      Hve mikill vikur var numinn við Snæfellsjökul á árunum 1999 og 2000?
     2.      Er slíkt nám háð sérvinnsluleyfum, og ef svo er, hvaða leyfi lágu til grundvallar starfseminni?
     3.      Hefur farið fram umhverfismat á námuvinnslunni við Jökulinn?
     4.      Verður frekari starfsemi leyfð á námusvæðunum við Jökulinn án undangengins umhverfismats?
     5.      Hefur fyrirhuguð stofnun þjóðgarðs áhrif á meðferð ráðuneytisins á leyfum til námuvinnslu við jaðra svæðisins?