Ferill 585. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 923  —  585. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um kostnað við Borgartún 21.

Frá Lúðvík Bergvinssyni.



     1.      Hver er heildarkostnaður ríkissjóðs við flutning ýmissa ríkisstofnana og fyrirtækja í eigu ríkisins í Borgartún 21, sundurliðaður eftir fyrirtækjum og stofnunum? Óskað er eftir að fram komi allur annar kostnaður en leigugreiðslur.
     2.      Hvernig kom ríkissjóður að byggingu hússins? Var gerður samningur um nýtingu hússins áður en smíði þess hófst eða kom hann til síðar? Hafi hann verið gerður í upphafi, hvernig hefur greiðslum verið háttað hingað til og hversu háar eru þær?
     3.      Til hve langs tíma eru þeir leigusamningar sem gerðir hafa verið og hversu háar leigugreiðslur innir ríkissjóður af hendi árlega, sundurliðað eftir stofnunum, félögum og fyrirtækjum?


Skriflegt svar óskast.