Ferill 610. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 980  —  610. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um starfsemi Keflavíkurstöðvarinnar og framkvæmd varnarsamningsins.

Frá Þórunni Sveinbjarnardóttur.


     1.      Hefur starfsemi Keflavíkurstöðvarinnar tekið einhverjum breytingum frá því að bókun um varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna var staðfest árið 1996? Hefur einhver breyting orðið á tengslum stöðvarinnar við Atlantshafsflota Bandaríkjanna og Atlantshafsflota NATO, t.d. á kafbátaeftirliti og könnunarflugi Orion P-3 vélanna sem hér eru?
     2.      Hve oft hafa orrustuþotur á Keflavíkurflugvelli flogið til móts við erlendar herflugvélar frá 1996?
     3.      Hvaða herbúnaður (tegund mannvirkja, ratsjáreftirlit, vopn) er í tengslum við starfsemi F-15 orrustuflugvéla og P-3 flugvéla á Keflavíkursvæðinu?
     4.      Hver eru athafnasvæði P-3 flugvélanna utan Íslands? Þjónar eftirlitsflug við Noregsstrendur því markmiði að fylgjast með hernaðarathöfnum Rússa?
     5.      Hafa Sikorsky-þyrlur varnarliðsins einhverju öðru hlutverki að gegna en í tengslum við björgunarsveitina?
     6.      Hvaða þættir í starfsemi Keflavíkurstöðvarinnar snúa beint að vörnum Íslands og hvaða þættir þjóna bandarískum hagsmunum?
     7.      Hvers konar framkvæmdir hefur verið ráðist í frá árinu 1996? Eru einhverjar framkvæmdir fyrirhugaðar?
     8.      Hver er árlegur rekstrarkostnaður Keflavíkurstöðvarinnar? Hver er árlegur rekstrarkostnaður Keflavíkurflugvallar og hver er hlutur Bandaríkjastjórnar í honum? Óskað er eftir sundurliðun kostnaðar.
     9.      Hvað eru margir bandarískir hermenn á Íslandi? Hver eru hlutverk þeirra (sundurliðun starfsheita)? Stendur til að fækka þeim á næstu árum?
     10.      Er það stefna ríkisstjórnarinnar að hafa hér óbreyttan fjölda orrustuflugvéla og kafbátaleitarflugvéla?


Skriflegt svar óskast.