Ferill 611. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 981  —  611. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um meðferð mála ungra sakborninga.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



     1.      Hversu mörg mál þar sem sakborningur var 18 ára eða yngri komu til rannsóknar hjá lögreglu árin 1995–2000? Í hve mörgum tilvikum leiddi rannsókn til ákæru og dóms, skilorðsbundinnar eða óskilorðsbundinnar refsingar, samfélagsþjónustu eða sektargreiðslu? Svar óskast sundurliðað fyrir hvert ár eftir lögregluumdæmi, refsiúrræðum, kyni og aldri sakborninga.
     2.      Hversu mörg þessara mála tengdust neyslu eða sölu fíkniefna og í hve mörgum tilvikum var farið fram á vottorð læknis eða sálfræðings um líkamlegt og/eða andlegt ástand sakbornings meðan rannsókn stóð yfir, í samræmi við 71. gr. laga um meðferð opinberra mála? Svar óskast sundurliðað fyrir hvert ár eftir lögregluumdæmi, kyni og aldri sakborninga.


Skriflegt svar óskast.