Ferill 425. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1132  —  425. mál.




Svar



forsætisráðherra við fyrirspurn Drífu J. Sigfúsdóttur um sjálfstæði Seðlabanka Íslands.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Á að auka sjálfstæði Seðlabanka Íslands þannig að hann geti notað tæki sín til peningastjórnar til að ná þeim markmiðum sem honum eru sett án þess að samþykki ríkisstjórnar eða ráðherra bankans þurfi að koma til?
     2.      Á að lögfesta bann við fjármögnun Seðlabanka Íslands á ríkissjóði?
     3.      Á að lengja ráðningartíma bankastjóra Seðlabanka Íslands?
     4.      Á að hætta að auglýsa stöður bankastjóra við Seðlabanka Íslands?
     5.      Hvernig miðar vinnu við að semja nýtt frumvarp til laga um Seðlabanka Íslands?


    Forsætisráðherra hefur, eftir að fyrirspurn þingmannsins var lögð fram, lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um Seðlabanka Íslands, sbr. þskj. 1054, 675. mál 126. löggjafarþings. Vísað er til þess frumvarps, greinargerðar með því og framsöguræðu ráðherra á 108. þingfundi, 6. apríl 2001, en þar koma fram svör við öllum þeim atriðum sem spurt er um.