Ferill 715. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1162  —  715. mál.




Fyrirspurn


til fjármálaráðherra um aukin útgjöld ríkissjóðs.

Frá Jóni Bjarnasyni.


     1.      Hvaða útgjöld ríkissjóðs, sem ekki eru beinar tilgreindar fjárheimildir fyrir, hefur þegar verið samþykkt að inna af hendi á árinu?
     2.      Hvaða ný eða aukin útgjöld hafa einstakar stofnanir eða ráðuneyti sótt um heimildir fyrir á árinu eða er þegar sýnt að muni þurfa, án þess að tilgreindar fjárveitingar séu fyrir hendi á fjárlögum þessa árs?
     3.      Hvaða tilgreindar fjárveitingar í fjárlögum ársins er nú þegar sýnt að ekki verði nýttar á árinu?
    Svör ásamt skýringum óskast sundurliðuð á einstök verkefni og ráðuneyti.


Skriflegt svar óskast.