Ferill 630. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1256  —  630. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 65/1974, um ávana- og fíkniefni, með síðari breytingum.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Vilborgu Hauksdóttur og Ingolf J. Petersen frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu.
    Með frumvarpinu er brugðist við óvissu sem risið hefur vegna dóma þar sem sýknað var af ákærum um brot á lögunum um ávana- og fíkniefni, þar sem refsiheimildir þóttu ófullnægjandi, og hefur af þeim sökum ekki verið talið fært að höfða mál vegna þeirra efna sem um ræðir í frumvarpinu. Með frumvarpinu eru jafnframt færð undir gildissvið laga sölt, estar, peptíð og hvers konar afleiður þeirra efna sem talin eru upp í 6. gr. laganna. Tilgangur frumvarpsins er þannig að fylla upp í gloppur sem reyndust vera í lögunum og telur nefndin brýnt að svo verði gert.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 9. maí 2001.



Jónína Bjartmarz,


form., frsm.


Tómas Ingi Olrich.


Katrín Fjeldsted.



Þuríður Backman.


Ásta Möller.


Ásta R. Jóhannesdóttir.



Karl V. Matthíasson.


Magnús Stefánsson.


Lára Margrét Ragnarsdóttir.