Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1501, 126. löggjafarþing 682. mál: meðferð, vinnsla og dreifing sjávarafurða (innflutningur lifandi sjávardýra).
Lög nr. 79 31. maí 2001.

Lög um breytingu á lögum um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða, nr. 55 10. júní 1998, með síðari breytingum.


1. gr.

     Í stað orðanna „Til og með 30. júní 2001“ í ákvæði til bráðabirgða í lögunum kemur: Til og með 31. desember 2002.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 20. maí 2001.