Vatnsveitur sveitarfélaga

Þriðjudaginn 22. janúar 2002, kl. 16:03:56 (3435)

2002-01-22 16:03:56# 127. lþ. 57.2 fundur 378. mál: #A vatnsveitur sveitarfélaga# (rekstrarform og arðgreiðslur) frv., KVM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 57. fundur, 127. lþ.

[16:03]

Karl V. Matthíasson (andsvar):

Herra forseti. Ég tel nokkurn mun vera á heitu og köldu vatni en ætla reyndar ekkert, hæstv. ráðherra, að vera með neina útúrsnúninga. En þegar um heitt vatn er að ræða erum við að tala um hitaveitur, sundlaugar og svona frekar það sem lýtur að kyndingu húsa og þess háttar.

En varðandi kalda vatnið sem kemur úr lindum landsins og við drekkum þá álít ég að um annað sé að ræða þar, að vatnsveitur eigi alltaf að reka bara á núlli því þær eiga að vera sjálfsögð og eðlileg þjónusta, og að ekkert landsins barn þurfi að greiða meira en bara algjört lágmarksgjald sem hlýst af lagningu veitnanna beint. Vatnsveitur eiga ekki að vera --- hvað eigum við að segja --- sambærilegar við orkufyrirtæki.