Sjóðir starfsfólks heilsugæslustöðva

Miðvikudaginn 23. janúar 2002, kl. 14:47:57 (3491)

2002-01-23 14:47:57# 127. lþ. 59.5 fundur 382. mál: #A sjóðir starfsfólks heilsugæslustöðva# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., KF
[prenta uppsett í dálka] 59. fundur, 127. lþ.

[14:47]

Katrín Fjeldsted:

Herra forseti. Tíundarsjóðir þeir sem hér eru til umræðu er fyrirkomulag sem verið hefur í um það bil áratug og komu til þegar farið var að innheimta komugjöld á heilsugæslustöðvum. Mér finnst ekki réttlátt eða maklegt að gefa í skyn að starfsfólk heilsugæslunnar hafi notað fé úr þeim sjóði til skemmtanahalds eða á ábyrgðarlausan hátt, eins og mátti skilja í fréttum í desember sl. í fjölmiðlum. Þessu fé hefur verið varið til ráðstefnuhalds og kynnisferða, fyrir utan tækja- og tölvukaup og endurbóta og vinnu við stefnumótun í heilsugæslunni.

Sagnfræðiáhugi fyrirspyrjanda hlýtur þetta að kallast núna þegar þessu fyrirkomulagi hefur verið breytt, en þessum peningum verður áfram haldið inni í rekstri stöðvanna eins og ráðherra hefur upplýst og verður áfram varið til afmarkaðra verkefna eins og verið hefur.