Rekstur almenningssamgöngukerfis í Eyjafirði

Þriðjudaginn 29. janúar 2002, kl. 14:38:56 (3688)

2002-01-29 14:38:56# 127. lþ. 62.6 fundur 48. mál: #A rekstur almenningssamgöngukerfis í Eyjafirði# þál., GÖ
[prenta uppsett í dálka] 62. fundur, 127. lþ.

[14:38]

Guðrún Ögmundsdóttir:

Virðulegur forseti. Hér er til umræðu þáltill. sem er um margt merkileg. Ég veit að umræður verða ekki miklar um hana nú enda hefur hún verið rædd hér áður.

En það er einn hópur sem mundi nýta sér svona þjónustu fyrir norðan --- ég þekki sjálf allvel til þarna --- en það er hinn stóri hópur fólks sem nýtir sumarbústaði á Norðurlandi. Það er gríðarlega stór hópur. Við erum þá að tala um mun meiri nýtingu á almenningssamgöngum frá því upp úr miðjum maí og alveg fram í miðjan september. Það er viðbótarhópur og hann er gríðarlega stór. Þá er fólk ekki eins bundið af því að vera á tveimur bílum og fjölskyldumeðlimir geta gert hver sinn hlutinn yfir daginn. Ég tek undir með hv. þm. og tel að svona áætlanir ættu auðvitað allir landsfjórðungar að gera. Almenningssamgöngur eru ekki bara fyrir höfuðborgarsvæðið. Þær eiga líka afar vel við á landsbyggðinni.