Áhugamannahnefaleikar

Mánudaginn 04. febrúar 2002, kl. 16:53:25 (3929)

2002-02-04 16:53:25# 127. lþ. 68.10 fundur 39. mál: #A áhugamannahnefaleikar# frv. 9/2002, KF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur, 127. lþ.

[16:53]

Katrín Fjeldsted (andsvar):

Herra forseti. Aðeins vegna orða síðasta hv. ræðumanns, Guðmundar Hallvarðssonar. Hann segir að við höfum treyst ÍSÍ fyrir íslenskri æsku fram að þessu. Hann sagði einnig að íþróttahreyfingin væri leiðandi ljós íslenskrar æsku í íþróttum. Finnst þingmanninum eðlilegt --- og nú vitna ég í það sem ég ræddi um áðan. Ég veit ekki hvort hann var í salnum þá --- finnst þingmanninum eðlilegt að ÍSÍ noti hluta af þeim fjármunum sem þeir höfðu á yfirstandandi ári, sem voru 85 milljónir, telur þingmaðurinn eðlilegt að ÍSÍ fari ekki að landslögum og styðji með fjárframlögum grein sem er enn í dag óheimil samkvæmt lögum? Er það leiðarljós íslenskrar æsku að hlíta ekki íslenskum lögum?