Kirkjugarðar, greftrun og líkbrennsla

Þriðjudaginn 05. febrúar 2002, kl. 16:18:43 (4054)

2002-02-05 16:18:43# 127. lþ. 69.4 fundur 371. mál: #A kirkjugarðar, greftrun og líkbrennsla# (dreifing ösku, kirkjugarðaráð o.fl.) frv., dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 127. lþ.

[16:18]

Dómsmálaráðherra (Sólveig Pétursdóttir) (andsvar):

Herra forseti, aðeins örstutt. Ég tel nú kannski ekki viðeigandi að við séum að ræða þessi mál hér á þeim grundvelli, þ.e. með það í huga að einhverjir útfararsiðir geti komist í tísku. Hitt er annað mál að sinn er siður í landi hverju. Ég hygg að við Íslendingar skerum okkur nokkuð úr miðað við önnur lönd, m.a. nágrannaríki, t.d. Danmörku, þar sem okkar siðir eru talsvert öðruvísi. Til dæmis er mun minna um bálfarir á Íslandi en í öðrum löndum og það er líka svolítið umhugsunarefni.

Ég vildi hins vegar fá að árétta að ég tel, herra forseti, að þessi heimild verði einungis nýtt í undantekningartilvikum.