Þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð hálendisins norðan Vatnajökuls

Þriðjudaginn 05. febrúar 2002, kl. 19:32:43 (4108)

2002-02-05 19:32:43# 127. lþ. 69.17 fundur 389. mál: #A þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð hálendisins norðan Vatnajökuls# þál., Flm. KolH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 127. lþ.

[19:32]

Flm. (Kolbrún Halldórsdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil benda hv. þm. á það að Kárahnjúkavirkjun var ekki á framkvæmdaáætlun við síðustu alþingiskosningar. Þeim mun meiri ástæða er til þegar ljóst er að hæstv. ríkisstjórn ætlar sér að setja þessa stórvirkjun á dagskrá og leiða hana til lykta, afgreiða það mál að hún fari í framkvæmd á einu kjörtímabili. Það er í sjálfu sér allt of stór ákvörðun til að hægt sé að sætta sig við hana. Hún lýsir ákveðnu gerræði og skilningsleysi á þingræðinu, á lýðræðinu. Auðvitað á fólk að fá að tjá sig um svona stór áform í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er sjálfsagt mál. Við fengum ekki tækifæri til þess í síðustu alþingiskosningum. Nú er tækifæri og þess vegna skora ég á hv. alþm. að veita þessari tillögu brautargengi.