Þingsköp Alþingis

Mánudaginn 11. febrúar 2002, kl. 16:05:10 (4362)

2002-02-11 16:05:10# 127. lþ. 74.8 fundur 119. mál: #A þingsköp Alþingis# (rannsóknarvald þingnefnda) frv., SJóh (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur, 127. lþ.

[16:05]

Sigríður Jóhannesdóttir (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég harma þá niðurstöðu sem hér hefur orðið. Þingmenn hafa því miður margir hverjir leitt hjá sér að kynna sér staðreyndir málsins.

(Forseti (HBl): Ég vil vekja athygli hv. þm. á að það er 8. dagskrármálið sem nú er á dagskrá en ekki það mál sem orðið er að lögum.)

Ég kvaddi mér hljóðs um atkvæðagreiðsluna, herra forseti, meðan hún fór fram.

(Forseti (HBl): Það gera menn áður en atkvæðagreiðsla hefst og nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um 8. dagskrármálið, þingsköp Alþingis. Hv. þm. getur gert athugasemd við fundarstjórn að lokinni þessari atkvæðagreiðslu.)