Tekjuskattur og eignarskattur o.fl.

Þriðjudaginn 19. febrúar 2002, kl. 18:37:57 (4935)

2002-02-19 18:37:57# 127. lþ. 80.12 fundur 156. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur o.fl.# (sjómannaafsláttur) frv., Flm. PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur, 127. lþ.

[18:37]

Flm. (Pétur H. Blöndal) (andsvar):

Herra forseti. Sýn hv. þm. á þætti Alþingis í lausn kjarasamninga eða slíku þríhliða samkomulagi er eitthvað sem ekki er í stjórnarskránni. Alþingi setur lög. Hvergi stendur að Alþingi eigi að leysa kjarasamninga. Alþingi stendur ekki í útgerð eða sjómennsku. Þó að Alþingi hafi oft verið misnotað til að reyna að leysa kjarasamninga og leitað hafi verið til Alþingis með lagasetningar í því sambandi eða ríkisvaldsins, þá hefur ríkisvaldið alltaf skrifað undir þá samninga með fyrirvara um samþykki Alþingis sem er löggjafarsamkunda og setur almenn lög fyrir alla þjóðina.