Tekjuskattur og eignarskattur o.fl.

Þriðjudaginn 19. febrúar 2002, kl. 18:41:54 (4940)

2002-02-19 18:41:54# 127. lþ. 80.12 fundur 156. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur o.fl.# (sjómannaafsláttur) frv., GHall (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur, 127. lþ.

[18:41]

Guðmundur Hallvarðsson (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Pétur Blöndal kom inn á það áðan að Alþingi hefði samþykkt lög sem snertu verkalýðshreyfinguna með fyrirvara. Við þekkjum að í þessum sal hafa margsinnis verið sett lög á sjómenn, líklega hefur engin stétt orðið fyrir því eins oft og sjómenn. Það er ekki út í bæ með neinum fyrirvara. Hér hefur það verið gert. Lög hafa verið sett á sjómenn til að leysa kjaradeilur.

Eins og hv. þm. Árni Steinar Jóhannsson kom inn á áðan voru sett lög 1954. Það verður einhvern veginn að fara frá þeim lögum með þeim hætti að það kalli ekki á meiri vanda en orðinn er, í sambandi við sjómannaafsláttinn.

Út af örorkulífeyrinum var athyglisvert að hv. þm. talaði um framreikning og annað því um líkt. Við vitum það öll að 25% þeirra slysa sem tilkynnt eru Tryggingastofnun ríkisins eru slys á sjómönnum. Þeir eru um 4% á vinnumarkaðnum. Þetta er áhættusamt starf og margt er hægt að tína til í þessu. Það að segja að óhæfa sé að lög sem sett eru hér á Alþingi verði látin standa er rangt.