Póstþjónusta

Mánudaginn 25. febrúar 2002, kl. 17:27:14 (5018)

2002-02-25 17:27:14# 127. lþ. 81.14 fundur 168. mál: #A póstþjónusta# (heildarlög) frv. 19/2002, ÞKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 81. fundur, 127. lþ.

[17:27]

Þorgerður K. Gunnarsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Þess má geta að þyngdarmörk bréfa hér á landi sem falla innan einkaréttar eins og kemur fram í nál. eru töluvert lægri en gildir innan Evrópuþingsins og Evrópuráðsins en engu að síður held ég að markmiðið hjá okkur verði áfram að afnema einkaréttinn á póstþjónustu. Þegar ég var búin að greina frá hummið og haið hjá hv. þm. Lúðvíki Bergvinssyni fannst mér ég greina þá niðurstöðu hjá honum að hann væri fylgjandi því að hafa það að markmiði að afnema einkaréttinn á póstþjónustu.