Póstþjónusta

Þriðjudaginn 26. febrúar 2002, kl. 14:01:34 (5056)

2002-02-26 14:01:34# 127. lþ. 82.1 fundur 168. mál: #A póstþjónusta# (heildarlög) frv. 19/2002, JB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 127. lþ.

[14:01]

Jón Bjarnason:

Virðulegi forseti. Nú hefur hv. Alþingi fellt brtt. sem kvað á um afdráttarlausa yfirlýsingu um það í lögum að öllum íbúum landsins skyldi veitt þjónusta á fullum jafnræðisgrundvelli hvað varðar póstþjónustu. Póstþjónusta er grunnalmannaþjónusta í landinu og hana á frekar að efla og færa nær neytendum. Að mati þingmanna Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs felur þetta frv. enn frekar í sér að þrengt verði að póstþjónustu landsmanna þó frekar ætti að efla hana og styrkja. Við getum því ekki, virðulegi forseti, þingmenn Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs, stutt þetta frv. sem miðar að því að opna fyrir frekari skerðingu á póstþjónustu í landinu.