Stefna í byggðamálum 2002--2005

Þriðjudaginn 26. febrúar 2002, kl. 16:48:07 (5126)

2002-02-26 16:48:07# 127. lþ. 82.5 fundur 538. mál: #A stefna í byggðamálum 2002--2005# þál., DrH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 127. lþ.

[16:48]

Drífa Hjartardóttir (andsvar):

Herra forseti. Það er alveg hárrétt að það hefur mikil áhrif þegar verið er að ráðskast með líf og störf fólks og því skiptir miklu máli hvernig stefnumótun er og hvernig að henni á að vinna.

Varðandi skýrslu Byggðastofnunar, þá hef ég komið fram með það að ég vil að gerð sé skoðun á því um allt land, ekki síst á Suðurlandi, hvaða áhrif svona aðgerðir hafa, því það eru ekki aðeins Vestfirðir sem verða fyrir röskun heldur líka önnur byggðarlög.