Stefna í byggðamálum 2002--2005

Þriðjudaginn 26. febrúar 2002, kl. 19:33:22 (5193)

2002-02-26 19:33:22# 127. lþ. 82.5 fundur 538. mál: #A stefna í byggðamálum 2002--2005# þál., EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 127. lþ.

[19:33]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég las upp úr greinargerðinni. Ég las upp þann hörmulega texta þar sem stendur að mjög mikið ríði á því fyrir sjávarútvegsbyggðirnar að breyta ekki fiskveiðistjórnarkerfinu. (Gripið fram í.) Ég sagði að mikið óhappaverk hefði verið að koma þessum texta fyrir vegna þess að hér værum við að ræða það sem við yrðum fyrst og fremst að breyta. Ég kann ekki að segja til um hvernig við eigum að breyta því en við verðum að þoka okkur út úr þessu aflakvótakerfi, við megum ekki líta á það að taka einhvern ákveðinn massa af þorski sem stjórn á fiskveiðum. Við höfum reynt það í 18 ár, herra forseti, og það er fullreynt alls staðar við allar strendur Norður-Atlantshafsins.

Stærsta og mesta hagsmunamálið er því að ná tökum á þessari líffræði. Við verðum að viðhalda þessum stofnum, það skiptir öllu máli, bæði fyrir byggðir og efnahagslíf Íslands í heild.