Stefna í byggðamálum 2002--2005

Þriðjudaginn 26. febrúar 2002, kl. 21:15:11 (5225)

2002-02-26 21:15:11# 127. lþ. 82.5 fundur 538. mál: #A stefna í byggðamálum 2002--2005# þál., JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 127. lþ.

[21:15]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Kristinn H. Gunnarsson vék að vaxandi tekjumun á milli íbúa suðvesturhornsins og hinna dreifðu byggða. Sá tekjumunur hefur aukist stórkostlega, sérstaklega núna sl. fimm ár, þannig að fyrir fimm til tíu árum var óverulegur munur hálft vegið en er núna kannski 10--15% og meiri í einstökum byggðarlögum. Ég er alveg sammála hv. þm. um að þetta er mjög alvarlegt og segir okkur alvarlega hluti.

En sér hv. þm. einhver naglföst atriði, einhverjar naglfastar aðgerðir sem greint er frá í þessari byggðaáætlun sem eru líkleg til að snúa þeirri þróun við, eitthvað raunhæft, naglfast, sem hægt er að benda fólki á að sé ætlun ríkisvaldsins að gera til að snúa þessu við? Hvar eru þau naglföstu atriði í byggðaáætluninni? Ég sé þau ekki en getur hv. þm. bent á þau?