Stefna í byggðamálum 2002--2005

Þriðjudaginn 26. febrúar 2002, kl. 21:42:21 (5236)

2002-02-26 21:42:21# 127. lþ. 82.5 fundur 538. mál: #A stefna í byggðamálum 2002--2005# þál., iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 127. lþ.

[21:42]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil segja í sambandi við Póstinn, og Símann reyndar líka, að ekki er hægt að horfa fram hjá því að þarna hefur átt sér stað mikil þróun og mikil breyting. Ég geri mér líka alveg grein fyrir því að Vinstri hreyfingin -- grænt framboð er á móti allri svona þróun og á móti jafnvel framförum líka. Vel má vera, ef þeir hefðu ráðið meiru hér og orðið fyrr til, að við hefðum kannski bara gamla sveitasímann enn þá.