Stefna í byggðamálum 2002--2005

Þriðjudaginn 26. febrúar 2002, kl. 21:45:30 (5239)

2002-02-26 21:45:30# 127. lþ. 82.5 fundur 538. mál: #A stefna í byggðamálum 2002--2005# þál., iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 127. lþ.

[21:45]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að það væri mjög lítið diplómatískt af mér sem ráðherra að halda því fram við 1. umr. að ekki verði gerðar neinar breytingar á þessum tillögum því að sjálft Alþingi Íslendinga á eftir að fjalla um þær, og eflaust mun iðnn. fara sem best í gegnum það allt og reyna að bæta. Ég get ekki séð fyrir mér að gerðar verði grundvallarbreytingar á plagginu þannig að hryggurinn verði ekki sá sami enda er búið að vinna mjög vel að þessu máli að mínu mati. Ég er mjög ánægð með starf stýrihópsins og þeirra hópa sem skipaðir voru að auki og auðvitað eru það fyrst og fremst þær tillögur sem birtast í þessari þáltill. þó að þar hafi einhverju verið breytt eins og gengur til að ná samstöðu.