Sjálfstætt starfandi sálfræðingar

Miðvikudaginn 27. febrúar 2002, kl. 14:40:08 (5282)

2002-02-27 14:40:08# 127. lþ. 84.5 fundur 467. mál: #A sjálfstætt starfandi sálfræðingar# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., heilbrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 127. lþ.

[14:40]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson):

Herra forseti. Ég þakka fyrir þá umræðu sem hér hefur farið fram. Ég hef í rauninni litlu við hana að bæta. Ég endurtek að viljinn er fyrir hendi í heilbrrn. og hjá mér til að taka upp þessa samninga. Ég verð auðvitað að sjá hvaða möguleika ég hef til þess og get ekki sagt um það hvenær það verður gert fyrr en ég sé úr hverju við höfum að spila í þessum efnum.

Ég heyri að hér er þverpólitísk samstaða um auknar fjárveitingar en eigi að síður vil ég sjá hver ramminn verður hjá okkur. Hér er talað um 50 millj. Það eru 50 millj. hér og 50 millj. þar sem heilbrrn. vantar til að sinna þeirri þjónustu eins og hefur komið fram í fyrirspurnatímanum í dag. En viljinn er fyrir hendi til að taka upp slíka samninga og við munum leita eftir fjármagni til þess.