Kosningar til sveitarstjórna

Fimmtudaginn 07. mars 2002, kl. 11:54:40 (5727)

2002-03-07 11:54:40# 127. lþ. 91.8 fundur 550. mál: #A kosningar til sveitarstjórna# (erlendir ríkisborgarar o.fl.) frv. 27/2002, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur, 127. lþ.

[11:54]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég er ekki sammála því. Ég tel að mörg rök hnígi að því að Norðurlandaþjóðirnar standi okkur nær að menningu og tungu og lífsviðhorfi heldur en aðrar þjóðir og það sé ekki óeðlilegt að gera greinarmun þar á.

Það varð samkomulag um að fara í fimm ár með aðra en Norðurlandaþjóðirnar. Að sjálfsögðu kom ekki til greina frá minni hálfu og reyndar heyrði ég enga tillögu þar um að lengja þann frest sem Norðurlandaþjóðirnar hafa haft því að þær voru búnar að fá þessi þriggja ára réttindi.

En ég lít svo á að þetta sé viðunandi niðurstaða, þessi fimm ára regla.