Umræðuefni og störf þingsins

Fimmtudaginn 21. mars 2002, kl. 10:59:33 (6354)

2002-03-21 10:59:33# 127. lþ. 102.93 fundur 419#B umræðuefni og störf þingsins# (um fundarstjórn), BH
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur, 127. lþ.

[10:59]

Bryndís Hlöðversdóttir:

Herra forseti. Ég vil kveðja mér hljóðs vegna þessara ummæla hv. þm. Hjálmars Árnasonar og taka undir með hæstv. forseta þingsins, hv. þm. Halldóri Blöndal, og lýsa yfir ánægju minni með þróunina í á þriðja ár með þennan dagskrárlið, störf þingsins. Ég vil lýsa yfir ánægju minni með hann. Á þennan hátt, með því að taka upp dægurmál eða það sem er á döfinni hverju sinni í upphafi fundar, er hægt að færa svolítið það sem er að gerast í þjóðlífinu inn í þingið og ræða hér. Ég held að það sé af hinu góða. Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir Alþingi að veitt sé svigrúm fyrir umræðu af þessu tagi, að pólitísk dægurmál fái að komast inn í þingið um leið og þau koma upp, án þess að festast kannski um of og verða of þunglamaleg í formi þingskapanna sem við búum við, hversu ágæt sem þau annars eru.