Eldi nytjastofna sjávar

Fimmtudaginn 21. mars 2002, kl. 19:06:36 (6471)

2002-03-21 19:06:36# 127. lþ. 102.9 fundur 333. mál: #A eldi nytjastofna sjávar# frv. 33/2002, sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur, 127. lþ.

[19:06]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Eins og ég hef sagt áður í umræðunni þá held ég að við ættum að geyma okkur umræðu um gjaldtökuna þangað til við sjáum hvort úr þessu verður arðbær atvinnugrein. (GAK: Ég sagði það líka.) Eins og hv. þm. sagði og er gott að við erum sammála um það.

Varðandi það sem hann nefndi um sjúkdómaeftirlitið og dýralæknana og það sem ég hefði gert þegar ég var starfsmaður landbrn. sem dýralæknir fisksjúkdóma, þá get ég auðvitað gert aftur í sjútvrn. það sem ég gerði þar. En það sem ég held að sé skynsamlegast er að nota sama kerfið sem er dýralæknakerfið í landinu í báðum tilfellum. Það er að vísu svolítið öðruvísi uppbyggt núna en það var á sínum tíma, en ég held að það sé fullkomlega gerlegt og það eigi að vera öllum til hagsbóta og ódýrt og öruggt sjúkdómaeftirlit sem þannig fáist án þess að vera að tvöfalda eitt eða neitt.