Norðurál

Mánudaginn 25. mars 2002, kl. 15:02:35 (6545)

2002-03-25 15:02:35# 127. lþ. 104.1 fundur 426#B Norðurál# (óundirbúin fsp.), LB
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 127. lþ.

[15:02]

Lúðvík Bergvinsson:

Virðulegi forseti. Eins og menn hafa tekið eftir hefur ýmislegt gengið á undanfarna daga. Eftir að dómur féll um svokallað minnisblað hefur hæstv. forsrh. lýst því yfir að flestu þurfi að stinga ofan í kistu og merkja sérstaklega sem ríkisleyndarmál.

Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram hjá hæstv. forsrh. að um nokkuð langt skeið hafi legið fyrir stjórnvaldserindi frá Norðuráli sem ekki hefur verið svarað. Hann vill að nú verði farið í að ræða stækkun álversins á Grundartanga eins og Norðurál hefur fyrir löngu óskað eftir en fyrirtækinu hefur enn ekki verið svarað. Með leyfi hæstv. forseta vitna ég beint til ummæla hæstv. forsrh. þar sem hann segir m.a.:

,,Ég tel að það sé afskaplega mikilvægt að svara þeim hratt og vel. Þetta eru aðilar sem hafa alltaf staðið við sitt, hafa reynst hér góðir vinnuveitendur, snyrtilegir og öruggir, þannig að mér finnst sjálfsagt og eiginlega fyrir neðan allar hellur ef við mundum ekki veita þeim jafngóðan aðgang og þeim aðilum sem ekki hafa staðið við sitt. Þessir aðilar hafa alltaf staðið við sitt.``

Ég vil því beina því til hæstv. viðskrh. hvort það sé rétt að um langt skeið hafi legið fyrir beiðni frá Norðuráli um að hefja viðræður við stjórnvöld, og í öðru lagi hvort það sé þannig að hæstv. iðn.- og viðskrh. geri upp á milli þeirra sem óska eftir viðræðum við iðn.- og viðskrn.