Framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum

Mánudaginn 25. mars 2002, kl. 18:34:37 (6606)

2002-03-25 18:34:37# 127. lþ. 104.4 fundur 621. mál: #A framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum# (gæðastýrð sauðfjárframleiðsla) frv. 101/2002, DrH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 127. lþ.

[18:34]

Drífa Hjartardóttir (andsvar):

Herra forseti. Þetta frv. er stjfrv. og það hefur æðioft komið fyrir að frv. hafa tekið breytingum í meðförum Alþingis. Ég hygg að hæstv. landbrh., sem var formaður landbn., hafi gert breytingu á frumvörpum frá ríkisstjórn Íslands þegar honum hefur þótt það vera við hæfi. Varðandi aðra þingmenn svara ég ekki fyrir þá. (Gripið fram í: Þeir eru fáir í salnum ...) En þetta er stjfrv. og eins og hv. þm. veit taka frv. oft breytingum í meðförum nefnda.