Nýting orku frá Kárahnjúkavirkjun

Mánudaginn 08. apríl 2002, kl. 15:35:16 (7127)

2002-04-08 15:35:16# 127. lþ. 114.1 fundur 484#B nýting orku frá Kárahnjúkavirkjun# (óundirbúin fsp.), KolH
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 127. lþ.

[15:35]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Herra forseti. Ég vil benda hæstv. ráðherra á að allur texti sem ég flutti í fyrirspurn minni var í viðtengingarhætti hvað varðar þann möguleika að af þessum framkvæmdum verði og á þann hátt er trú mín undirstrikuð í málfari mínu. Mín trú er sú að af þessu verði ekki.

Herra forseti. Komið hefur í ljós í svari hæstv. ráðherra að hún telji orð sín vega afar þungt jafnvel þó svo að nýr ráðherra tæki við málaflokknum innan skamms eða áður en virkjunarleyfið yrði gefið út. En ég lít svo á að hæstv. ráðherra hafi jafnframt gefið okkur til kynna að ekkert í þessu máli bindi formlega hendur þeirra ráðherra sem á eftir henni kunna að koma í ráðuneytið.