Afbrigði

Þriðjudaginn 09. apríl 2002, kl. 11:11:25 (7254)

2002-04-09 11:11:25# 127. lþ. 115.94 fundur 491#B afbrigði# (afbrigði við dagskrá), Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 127. lþ.

[11:11]

Forseti (Halldór Blöndal):

Ég vil af þessu tilefni segja að það er að minni hyggju út í hött að halda því fram að ekki sé gert ráð fyrir því í þessum þingsköpum að leitað sé eftir samþykki þingsins til að umræða megi fara fram eftir eina nótt. Það er beinlínis sagt í 90. gr. og ég skal lesa það aftur:

,,Eftir uppástungu forseta eða formanns þingflokks má bregða út af þingsköpum þessum ...`` (Gripið fram í.) Rólegur, hv. þingmaður. --- ,,má bregða út af þingsköpum þessum ef tveir þriðju hlutar þeirra þingmanna, er um það greiða atkvæði, samþykkja.``

Hér er ekki verið að tala um að bregða út af þingsköpum. Hér er verið að tala um að fara eftir þingsköpum því að það stendur beinlínis í 36. gr. þingskapa, er beinlínis gert ráð fyrir því og með jákvæðum hætti tekið fram að heimilt sé að leita eftir samþykki þingsins til þess að mál megi koma fram. Og ég þekki ekkert dæmi þess í lögum að samþykki Alþingis geti þýtt annað en samþykki Alþingis.