Afbrigði

Þriðjudaginn 09. apríl 2002, kl. 11:33:53 (7270)

2002-04-09 11:33:53# 127. lþ. 115.94 fundur 491#B afbrigði# (afbrigði við dagskrá), BH (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 127. lþ.

[11:33]

Bryndís Hlöðversdóttir (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Túlkun hæstv. forseta verður æ flóknari. Í 90. gr. er í þessari útgáfu þingskapa talað um afbrigði frá þingsköpum en hæstv. forseti hefur nú upplýst okkur um að við séum ekki að ræða afbrigði frá þingsköpum þannig að ég fer að verða æ ráðvilltari.

Ég vil gera grein fyrir atkvæðagreiðslu frá 9. febrúar 1998 sem ég fékk útprent af, afbrigði um dagskrármál, atkvæðagreiðsla. Hún varðaði frumvarp um stjórn fiskveiða, um lagasetningu á vinnudeilu sjómanna:

,,Of skammt var liðið frá útbýtingu dagskrármálsins. --- Afbrigði felld með 22:39 atkv., að viðhöfðu nafnakalli.`` Já sögðu 39, nei sögðu 22. Þessi afbrigði voru felld., herra forseti, þannig að það er von að við spyrjum okkar kæra forseta hvernig túlka eigi þessa grein þingskapanna. Sú túlkun sem hann leggur til í dag segir okkur að túlkun hæstv. fyrrverandi forseta Alþingis, Ólafs G. Einarssonar, hafi verið röng.