Nefndafundir á þingfundartíma

Miðvikudaginn 17. apríl 2002, kl. 19:55:16 (7709)

2002-04-17 19:55:16# 127. lþ. 121.93 fundur 516#B nefndafundir á þingfundartíma# (um fundarstjórn), Forseti ÍGP
[prenta uppsett í dálka] 121. fundur, 127. lþ.

[19:55]

Forseti (Ísólfur Gylfi Pálmason):

Forseti vill láta þess getið að samkvæmt starfsskrá Alþingis er þetta í raun og veru síðasti möguleiki til að fá svarað fyrirspurnum þingmanna. Enn þá er nokkrum fsp. ósvarað og þess vegna kappkostar forseti að halda dagskrá þannig að svara megi þeim fsp. sem hv. þm. hafa lagt fyrir viðkomandi ráðherra.