Virðisaukaskattur

Fimmtudaginn 18. apríl 2002, kl. 14:18:48 (7785)

2002-04-18 14:18:48# 127. lþ. 122.9 fundur 315. mál: #A virðisaukaskattur# (viðauki, niðurfelling gjalda, endurgreiðslur o.fl.) frv. 64/2002, HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur, 127. lþ.

[14:18]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég talaði ekki um að þeir hefðu lagst í víking, alþýðuflokksmenn, enda á ég erfitt með að sjá þá leggjast í víking. Ég veit ekki hvort þeir eru menn til þess.

En það sem ég sagði áðan stend ég við, þ.e. að ég man ekki betur en að í Alþýðublaðinu hafi verið uppi efasemdir um stofnun Hæstaréttar. Á þeim tíma, eins og ég sagði, var Jörundur Brynjólfsson á förum úr Alþýðuflokknum og átti ekki afturkvæmt sem alþýðuflokksmaður á þing. Hann var hér um áratugi fyrir Framsóknarflokkinn. Það skildu leiðir með Jörundi Brynjólfssyni og Alþýðuflokknum. Jörundur var m.a. mjög mikill hvatamaður þess að hér yrði stofnað lýðveldi 17. júní 1944, sem var gagnstætt við sjónarmið margra forustumanna Alþýðuflokksins á þeim tíma eins og hv. þm. veit.