Veiting ríkisborgararéttar

Mánudaginn 22. apríl 2002, kl. 15:01:36 (8093)

2002-04-22 15:01:36# 127. lþ. 125.9 fundur 720. mál: #A veiting ríkisborgararéttar# frv. 58/2002, Frsm. JBjart (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 125. fundur, 127. lþ.

[15:01]

Frsm. allshn. (Jónína Bjartmarz):

Herra forseti. Ég mæli fyrir frv. til laga um veitingu ríkisborgararéttar. Allshn. hafa borist 19 umsóknir um ríkisborgararétt frá því að fyrra frv. til laga um veitingu ríkisborgararéttar var lagt fram í desember 2001, sbr. 6. gr. laga um íslenskan ríkisborgararétt nr. 100/1952. Nefndin leggur til að fimm einstaklingum verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur að þessu sinni og eru þeir taldir upp í þskj. 1227.