Ábyrgð skuldabréfa vegna nýrrar starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar

Þriðjudaginn 23. apríl 2002, kl. 11:01:05 (8134)

2002-04-23 11:01:05# 127. lþ. 126.4 fundur 714. mál: #A ábyrgð skuldabréfa vegna nýrrar starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar# frv. 87/2002, KolH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 126. fundur, 127. lþ.

[11:01]

Kolbrún Halldórsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Gott og vel, ég tek þetta svar hv. þm. gilt en mig langar til að spyrja um annað. Það varðar fordæmið sem bæði hæstv. fjmrh. og hæstv. forsrh. hafa lýst yfir að sé ekki fólgið í þessu máli. Það kemur fram í máli hv. þm. Vilhjálms Egilssonar að hann telji þau önnur fyrirtæki sem séu einnig að hasla sér völl í lyfjaþróunargreinum eigi möguleika á því að koma til hæstv. ríkisstjórnar og ræða mál sín þegar þar að kemur, þegar þetta mál er komið á borðið. Má þá skilja orð hv. þm. svo að önnur fyrirtæki í sama geira eigi mögulega aðkomu að borði ríkisstjórnarinnar varðandi ríkisábyrgðir fyrir starfsemi sína í náinni framtíð?