Fiskveiðar utan lögsögu Íslands

Þriðjudaginn 23. apríl 2002, kl. 13:48:31 (8153)

2002-04-23 13:48:31# 127. lþ. 126.2 fundur 670. mál: #A fiskveiðar utan lögsögu Íslands# (norsk-íslenski síldarstofninn) frv. 50/2002, EKG (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 126. fundur, 127. lþ.

[13:48]

Einar K. Guðfinnsson (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hefði þetta frv. ekki verið flutt hefðu gengið í gildi ákvæði í lögum um fiskveiðar utan lögsögu Íslands sem hafa í för með sér að hlutdeild hvers skips yrði ákveðin á grundvelli veiðireynslu tiltekinna ára.

Ljóst er að um það fyrirkomulag sem núna er verið að greiða atkvæði um er meiri sátt meðal þeirra sem við eiga að búa, bæði útvegsmanna og sjómanna. Ég tel þess vegna einboðið að styðja frv. og segi já.