Samgönguáætlun

Laugardaginn 27. apríl 2002, kl. 16:02:20 (8310)

2002-04-27 16:02:20# 127. lþ. 131.5 fundur 384. mál: #A samgönguáætlun# frv. 71/2002, BH
[prenta uppsett í dálka] 131. fundur, 127. lþ.

[16:02]

Bryndís Hlöðversdóttir:

Herra forseti. Ég mæli fyrir brtt. við frv. til laga um samgönguáætlun. Flutningsmenn tillögunnar eru hv. þm. Kristján L. Möller og Lúðvík Bergvinsson.

Brtt. hljóðar svo:

,,Við 3. gr. 3. málsl. 1. mgr. orðist svo: Auk þess skulu tveir fulltrúar skipaðir samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga, einn samkvæmt tilnefningu hvers þingflokks sem á sæti á Alþingi og einn án tilnefningar og er hann jafnframt formaður.``

Ég tel að þessi brtt. skýri sig sjálf og mun ekki hafa um hana fleiri orð.