Útlendingar

Mánudaginn 29. apríl 2002, kl. 22:28:48 (8430)

2002-04-29 22:28:48# 127. lþ. 132.19 fundur 433. mál: #A útlendingar# (heildarlög) frv. 96/2002, Frsm. minni hluta GÖ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 132. fundur, 127. lþ.

[22:28]

Frsm. minni hluta allshn. (Guðrún Ögmundsdóttir) (andsvar):

Virðulegur forseti. Já, við ættum einmitt að reyna að læra af Írum. Við höfum reynt að gera það í ferðaþjónustu og öllu mögulegu. Þá vaknar spurningin um hvernig löggjöf þeirra var áður og hvernig hún er núna.

Varðandi börnin vil ég benda á að foreldrar um allan heim átta sig á að hið norræna samfélag er afar æskilegt fyrir börn. Kannski er það þess vegna að flest þeirra eru send þangað en ekki til Írlands, Þýskalands o.s.frv. Það er kannski vegna þess að réttur barna er mjög sterkur á Norðurlöndunum.

Ég hefði viljað, þrátt fyrir andmælaréttinn, þ.e. rætt var um að gott hefði verið að styrkja hann enn frekar, sjá ákveðnar breytingar varðandi persónuvernd og annað. Ég vona að það sem kemur fram í nál. dugi til að koma í veg fyrir að mistök eigi sér stað.

Mig langar hins vegar að fá álit hv. formanns allshn. á því hvernig henni litist á milliskoðunarhóp, til að athuga hvernig lögin virka með tilliti til sambærilegra laga á öðrum Norðurlöndum næstu tvö árin, til þess að sjá hvað þarf að bæta.