Steinullarverksmiðja

Þriðjudaginn 30. apríl 2002, kl. 10:18:30 (8486)

2002-04-30 10:18:30# 127. lþ. 133.1 fundur 663. mál: #A steinullarverksmiðja# (sala á eignarhlut ríkisins) frv. 57/2002, iðnrh. (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 133. fundur, 127. lþ.

[10:18]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir):

Hæstv. forseti. Þetta frv. fjallar um það að veita iðnrh. heimild til þess að selja hlut ríkisins í fyrirtækinu Steinullarverksmiðjunni á Sauðárkróki. Ríkið á 30% í fyrirtækinu, Paroc Group á 28% og Skagafjörður um 24% og það hefur borist tilboð í eign þessara þriggja núverandi eigenda. Gert hefur verið samkomulag sem er undirritað með fyrirvara um samþykki Alþingis og samkeppnisyfirvalda um að þessi viðskipti geti átt sér stað. Í því samkomulagi er m.a. kveðið á um að fyrirtækið verði áfram rekið á Sauðárkróki.

Ég segi að sjálfsögðu nei við þessari frávísunartillögu.