Steinullarverksmiðja

Þriðjudaginn 30. apríl 2002, kl. 10:23:37 (8490)

2002-04-30 10:23:37# 127. lþ. 133.1 fundur 663. mál: #A steinullarverksmiðja# (sala á eignarhlut ríkisins) frv. 57/2002, VE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 133. fundur, 127. lþ.

[10:23]

Vilhjálmur Egilsson:

Virðulegi forseti. Ég styð það að sjálfsögðu að hluti af andvirði af sölu hlutabréfa í Steinullarverksmiðjunni renni til framfaramála í Skagafirði. Það er athyglisvert að fylgjast með því að hv. þm. Jón Bjarnason byrjaði á því í umræðum í gær að afneita sögu sinni í Skagafirði með því að þykjast ekki hafa komið nálægt Skagafjarðarlistanum. Síðan afneitaði hann því að hafa farið í prófkjör fyrir Samfylkinguna í síðustu alþingiskosningum. Það endar sjálfsagt með því að hann verður á móti framförum á Hólum.