Steinullarverksmiðja

Þriðjudaginn 30. apríl 2002, kl. 10:28:07 (8494)

2002-04-30 10:28:07# 127. lþ. 133.1 fundur 663. mál: #A steinullarverksmiðja# (sala á eignarhlut ríkisins) frv. 57/2002, JB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 133. fundur, 127. lþ.

[10:28]

Jón Bjarnason:

Virðulegi forseti. Ég vil árétta það við hv. 1. þm. Norðurl. v. að fulltrúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar hafa ályktað harðlega m.a. gegn meðferð þessa máls hér á þingi og einnig heima í héraði og hafa óskað eftir liðsinni til að stöðva málið. Hv. 1. þm. Norðurl. v. væri nær að beita styrk sínum til þess en að skjóta sér undan ábyrgð í málinu.