Steinullarverksmiðja

Þriðjudaginn 30. apríl 2002, kl. 14:03:26 (8559)

2002-04-30 14:03:26# 127. lþ. 134.1 fundur 663. mál: #A steinullarverksmiðja# (sala á eignarhlut ríkisins) frv. 57/2002, JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 134. fundur, 127. lþ.

[14:03]

Jón Bjarnason (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég get ekki svarað hv. þm. Hins vegar get ég rifjað upp --- og ég vona að hæstv. iðnrh. komi í umræðuna í lokin og geri þá grein fyrir máli sínu --- að í umræðunni sagði hæstv. iðnrh. m.a. að þetta væri ásættanlegt verð, að markaðurinn réði verðinu o.s.frv. Þegar greinargerðin er lesin sést að það er enginn markaður sem ræður verðinu heldur er bara búið að semja um að binda verð. (KHG: Markaðurinn setur ... ) Ég gat því miður ekki skilið svör hæstv. iðnrh. og get ekki leyst úr þessum vanda hv. þm. Guðjóns Arnars Kristjánssonar. Ég gat ekki skilið þau orð sem hæstv. iðnrh. viðhafði í gær.