Framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum

Þriðjudaginn 30. apríl 2002, kl. 16:22:39 (8591)

2002-04-30 16:22:39# 127. lþ. 134.29 fundur 630. mál: #A framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum# (gróðurhúsaafurðir og garðávextir) frv. 84/2002, KVM (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 134. fundur, 127. lþ.

[16:22]

Karl V. Matthíasson:

Herra forseti. Við erum að samþykkja hér lög um að styðja eigi við grænmetisframleiðslu í landinu sem var ekki vanþörf á þar sem verið var að fella niður tolla á þessari vöru. Við erum hlynnt þessari aðgerð en um leið og ákveðið var að fara út í þetta kemur tilkynning um að það eigi að fara að taka aukið gjald af grænmetisbændum sem við teljum að stríði á móti þeim lögum sem við erum að samþykkja núna. Þess vegna hvet ég alla til að samþykkja þessa brtt. frá hv. þm. Sigríði Jóhannesdóttur.